Fimmtán aðilar, þar af níu erlendir og sex innlendir, skiluðu óskuldbindandi tilboði í rekstur verktakafyrirtækisins Ístaks þegar frestur til að skila inn tilboðum rann út á mánudag, þ.e. 20. janúar. Verið er að skoða tilboðin og verður hluta þeirra sem bauð í Ístak að vera með í síðara stigi tilboðsferlisins.

Landsbankinn eignaðist Ístak að nær öllu leyti í kjölfar gjaldþrots móðurfélagsins, danska verktakafyrirtækið Pihl & Sön, í ágúst í fyrra. Ístak starfaði sem undirverktaki móðurfélagsins í Noregi og Grænlandi. Í kjölfar þess að danski verktakarisinn fór á hliðina þurftu stjórnendur Ístaks að semja upp á nýtt um verkefni fyrirtækisins á Norðurlöndunum og á Grænlandi.

Landsbankinn auglýsti Ístak til sölu í nóvember í fyrra og rann út frestur til að skila inn óskuldbundnum tilboðum til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans 20. janúar síðastliðinn.