Níu framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga í Kópavogi. Viðskiptablaðið hefur sagt frá hluta framboðanna, en Ármann Kr. Einarsson bæjarstjóri leiðir lista Sjálfstæðisflokksins.

Pétur Hrafn Sigurðsson er oddviti Samfylkingarinnar, Geir Þorsteinsson leiðir MIðflokkinn, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir er oddviti Pírata og Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðir lista Sósíalista.

Listarnir eru eftirfarandi:

  • B-listi Framsóknarflokks,
  • C-listi BF Viðreisnar,
  • D-listi Sjálfstæðisflokks,
  • J-listi Sóstíalistaflokks Íslands,
  • K-listi Fyrir Kópavog,
  • M-listi Miðflokks,
  • P-listi Pírata,
  • S-listi Samfylkingar,
  • V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.