Sveiflur á hlutabréfamarkaði voru almennt ekki miklar í dag en mest hækkaði gengi í bréfum VÍS eða um 2,28 prósent. Hin tryggingarfélögin tvö hækkuðu einnig en TM hækkaði um 0,82% og gengi bréfa í Sjóvá hækkuðu um 1,5%.

Gengi bréfa í Marel hækkuðu einnig eða um 2,02% en Reginn lækkaði um 1,77%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,45% og stendur í 1.207,69 stigum. Heildarvelta í viðskiptum dagsins nam um 8,95 milljörðum króna.