Íslensku fyrirtækin í kauphöllinni greiddu samtals út um 8,5 milljarða króna í arð nú á vormánuðum. Um er að ræða sex félög sem greiddu út arð. Þess ber reyndar að geta að aðalfundur Haga fer fram síðar á árinu. Í fyrra var samþykkt á aðalfundi í júní að greiða út 590 milljónir í arð til hluthafa. Ef svipuð niðurstaða verður á aðalfundi félagsins í sumar þá má gera ráð fyrir að arðgreiðslur í kauphöllinni fari yfir níu milljarða króna.

Icelandair greiddi mest til sinna hluthafa eða 2,15 milljarða króna og VÍS greiddi rúmlega 1,8 milljarða.