*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 26. febrúar 2021 07:02

Níu sagt upp hjá Coripharma

Forstjóri Coripharma vonar að uppsagnirnar séu tímabundnar en umfang þjónustuverkefna hefur minnkað í heimsfaraldrinum.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Coripharma eru við Reykjavíkurveg 78-80 í Hafnarfirðinum
Aðsend mynd

Lyfjafyrirtækið Coripharma hefur sagt upp níu starfsmönnum en Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma, staðfesti þetta við mbl.is í gær. Hún segist vona að uppsagnirnar séu einungis tímabundnar og að fyrirtækið horfi enn fram á aukinn vöxt til framtíðar. 

Coripharma sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og pökkun samheitalyfja, sem það selur til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim. Eitt fyrirtæki sem Coripharma sinnir pökkun fyrir ákvað nýlega að taka aftur til sín hluta af pökkunarverkefninu en Coripharma hefur ráðið inn fólk tímabundið vegna slíkra verkefna. 

Jónína segir mikilvægt að fyrirtækið lagi sig að verkefnastöðu hverju sinni en almennt hafi þörf fyrir þjónustufyrirtækjum í lyfjageiranum minnkað í heimsfaraldrinum. 

Stikkorð: Coripharma