Níu manns, sjö farþegar og tveir áhafnarmeðlimir, slösuðust þegar flugvél frá flugfélaginu Cathay Pacific Airways lenti í mikilli ókyrrð á leið frá San Francisco til Hong Kong.

Þegar vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, var yfir Japan lenti hún í ókyrrðinni sem stóð yfir í tvær mínútur. Átta af farþegunum níu sem slösuðust voru fluttir á spítala en aðeins einn þurfti ekki á aðhlynningu að halda.

Um borð í vélinni voru 321 farþegi og 21 í áhöfn. Samkvæmt farþega sem var um borð var eins og flugvélin breyttist skyndilega í rússíbana þar sem sumir farþeganna köstuðust úr sætum sínum. Stuff.co.nz segir frá á vefsíðu sinni hér.