Níu sóttu um starf forstjóra Lyfjastofnunar, sem var auglýst laust til umsóknar fyrir skömmu. Skipað verður í embættið til fimm ára frá og með 1. febrúar 2015. Þá lætur Rannveig Gunnarsdóttir, núverandi forstjóri, af störfum.

Umsækjendurnir eru Aðalsteinn Jens Loftsson, Davíð Ingason, Helga Þórisdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Kristján Sverrisson, Rúna Hauksdóttir Hvannberg, Sif Ormarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Þór Sigþórsson.

Heilbrigðisráðherra hefur skipað þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðuna. Hana skipa Jóhannes Pálmason lögfræðingur, Jón Karl Ólafsson viðskiptafræðingur og Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir lyfjafræðingur.