Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, veitti nýlega níu sprotafyrirtækjum viðurkenningu fyrir hönd Klaks – Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og Háskólans í Reykjavík sem var verið að brautskrá úr Viðskiptasmiðjunni – Hraðbraut nýrra fyrirtækja.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja, eiganda Klaks, en þetta er fyrsta brautskráning sprotafyrirtækja úr  Viðskiptasmiðjunni en hún var sett á fót í september 2008.

Við þetta tilefni sagði iðnaðarráðherra að það væri mikilvægt að fjalla meira um sprotafyrirtæki á Íslandi og þá góðu hluti sem eru að gerast hjá þessum fyrirtækjum. Hún sagði einnig að ríkisstjórnin vildi styðja þessi fyrirtæki og lægju tvö frumvörp fyrir alþingi sem myndu hjálpa sprotafyrirtækjum mikið.

Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks – Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, fjallaði um upphaf Viðskiptasmiðjunnar – Hraðbraut nýrra fyrirtækja og benti á að Viðskiptasmiðjan er eitt best heppnaðasta samfélagsverkefni seinni ára enda væri verðmæti þeirra fyrirtækja sem eru í Viðskiptasmiðjunni talið í milljörðum króna.      Þau níu fyrirtæki sem voru brautskráð eru eftirfarandi:

Ennfremur voru þrjú fyrirtæki verðlaunuð fyrir góðan árangur: Mind Games fyrir góðan árangur á fyrstu önn, Remake Electric fyrir góðan árangur á annarri önn, Responsible Surfing fyrir góðan árangur á þriðju önn.