Erlendum gestum sem ferðuðust um Leifsstöð frá landinu fjölgaði um 26% í september samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls voru ferðamennirnir 51.600 talsins, samkvæmt nýbirtum tölum frá Ferðamálastofu og greining Íslandsbanka fjallar um í dag. Er þetta fjölmennasti septembermánuður frá upphafi og níundi mánuðurinn í röð sem slíkt met er slegið. Greining segir því ekki við öðru að búast en að árið í ár verði stærsta ferðamannaár frá upphafi. Alls hafa 458.100 ferðamenn farið um Leifsstöð frá áramótum, sem er nálægt því að vera sami fjöldi og á öllu árinu í fyrra.

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa rúmlega 80.400 ferðamenn frá Norður Ameríku farið frá landinu, eða um 50% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Ferðamönnum frá Norðurlöndunum hefur fjölgað um 17% og ferðamönnum frá Mið- og Suður Evrópu um 14%.