Miklir erfiðleikar steðja að karlaritinu Playboy en hart er sótt að kaupendahópi blaðsins, bæði frá sjónvarpi og netmiðlum. Því hefur þrengst um fjárhaginn og nú hefur útgáfufélagið Playboy Enterprise greint frá því að það þurfi að draga saman rekstrarkostnaðinn um sem svarar 4,5 milljónum Bandaríkjadala.

Þetta hefur í för með sér að það verður að segja upp helmingi starfsmanna en um leið segist útgefandinn ætla að fara ofan í saumanna á öllum rekstri blaðsins að því er kemur fram í frétt Dagens Næringsliv.

Flestir sérfræðingar eru sammál aum að framtíð blaðsins sé óviss. Nokkur lönd hafa gefið í skyn strangari stefnu gagnvart "fullorðinsefni" eins og Playboy birtir þó flestir séu sammála um að efni blaðsins sé í mýkri kanntinum þegar að því kemur. Sömuleiðis hafa strangari reglur um auglýsingar á áfengi og tóbaki komið illa við auglýsinagsölu blaðsins.