Eyðslutímabili þýska ríkisins er nú lokið og næstu þrjá áratugi má vænta aukins niðurskurðar ríkissjóðs, segir Thomas de Maiziére, aðstoðarmaður forsætisráðherra þýskaland, Angelu Merkel, í viðtali Financial Times.

Maiziére segir ennfremur að þýska ríkið hafi eytt umfram efni í marga áratugi og muni þurfa að taka afleiðingum þess um marga áratugi.

Þýskaland hefur ekki staðist viðmið Evrópusambandsins um fjárlagahalla síðan 2002.