Stjórnendur Citigroup, sem er eitt helsta fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna, lýstu því í gær að þeir hygðust segja upp 17 þúsund manns, eða fimm prósentum af heildar starfsmannafjölda, til þess að minnka rekstrarkostnað, auka hagnað og markaðsverðmæti fyrirtækisins. Auk þess mun 9500 störfum verða úthýst til svæða þar sem að launakostnaður er lægri. Niðurskurðurinn mun bitna hvað harðast á viðskiptabankahluta Citigroup.