ESA telur að neyðarlögin brjóti ekki í bága við ákvæði EES samningsins. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður telur að þessi niðurstaða sé um 600 milljarða króna virði fyrir íslenska skattgreiðendur. ,,Fyrirsjáanlegt er að ESA telji að sama ábyrgð verði að vera á öllum innstæðum í Landsbankanum óháð þjóðerni eigandans og óháð því í hvaða útibúi bankans peningarnir voru vistaðir," segir Kristinn í pistli á heimasíðu sinni.

,,Í Icesave samkomulaginu greiðir íslenska ríkið aðeins lágmarkstrygginguna.Það munar um 520 milljörðum króna á því og öllum innstæðunum. Það má því segja að bráðabirgðaálit ESA jafngildi um 1100 milljörðum króna fyrir Íslendinga," segir Kristinn.