Niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar um aðskilað Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur staðfestir réttmæti athugasemda Símans," segir Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans hf. í samtali við Viðskiptablaðið.

„Niðurstaðan staðfestir í fyrsta lagi að fram til þessa hefur verið ógagnsæi varðandi reikninga og þar með rekstur félagsins. Nú liggja fyrir fyrirmæli um að úr því þurfi að bæta. Þeir hafa birt samandregna ársreikninga fyrir Gagnaveituna og hefur því mjög skort á upplýsingar úr reikningum félagsins.

Nú er búið að vísa til þeirra fyrirmælum um að þeir byggi ekki lengur á undanþáguákvæði um samandraganlega reikninga, heldur skuli þeir birta reikninga eins og almennt gerist. Í öðru lagi staðfestir niðurstaðan að ekki hafi verið farið að fyrri fyrirmælum um að lánveitingar á milli Orkuveitunnar og Gagnaveitunnar skyldu vera eins og á milli óskyldra aðila, eins og við gagnrýndum. Það er þó jákvætt að úr þessu verði bætt," segir Páll Ásgrímsson.