?Þessi niðurstaða er okkur að sjálfsögðu fagnaðarefni og staðfestir enn á ný hæfni Jarðborana til að taka að sér mjög stór verkefni," sagði Bent Einarsson, forstjóri Jarðborana, þegar niðurstaða útboðs Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði lá fyrir.

"Við erum árangursdrifið fyrirtæki sem leggur mikið upp úr því að skara framúr á alþjóðlegan mælikvarða og lítum á harða samkeppni á borð við þá sem við mættum í þessu útboði sem kærkominn prófsteinn á eigin getu. Ég tel þetta vera sigur fyrir íslenska jarðhitaþekkingu," sagði Bent og bætti við. "Ljóst er að hér er um afar vandasamt verk að ræða, sem krefst mikillar skipulagningar og undirbúnings í hæsta gæðaflokki, og við hlökkum til að takast á við þær framkvæmdir sem framundan eru með þeim úrvals mannskap og tækjabúnaði sem við höfum yfir að ráða."