Danski Seðlabankinn spáir ört minnkandi hagvexti í Danmörku og að hann muni falla úr 1,8% í ár í nánast ekki neitt eða 0,4% árið 2010. Og í raun útilokar bankinn ekki að samdrátturinn kunni hugsanlega að verða enn meiri vegna kreppunnar á fjármálamörkuðunum heimsins.

„Ef við lítum á óvissuna í spám okkar þá eru líkurnar á því að hlutirnir verði betri minni að líkurnar á þeir verði verri [en spáin],” segir Nils Bernstein bankastjóri danska seðlabankans.

Atvinnuleysi hefur farið hraðminnkandi í Danmörku á undanförnum árum og misserum en danski seðlabankinn spáir því að sú þróun muni snúast við og útilokar þannig ekki að fjöldi atvinnulausra geti tvöfaldast á næstu tveimur árum, þ.e.a.s. ef verulega hægir á í helstu hagkerfum heimsins.