Starfsmönnum Íslandsbanka fækkaði um 91 á síðasta ári og starfsmönnum Arion banka um 25. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa bankanna við fyrirspurnum Viðskiptablaðsins. Starfsmenn Íslandsbaka voru í lok desember 2012 samtals 1079 en ári seinna voru þeir 988. Starfsmenn Arion banka voru 949 um áramótin 2012-2013 en 924 ári síðar. Ekki hafa fengist upplýsingar um starfsmannafjölda Landsbankans um síðustu áramót. Aðspurð um það hversu mörgum hafi verið fækkað með beinum uppsögnum segir Dögg Hjaltalín, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, að bankinn tjái sig ekki um starfslok fyrrverandi starfsmanna.

Þegar spurt er að því í hvaða deildum mest fækkun hafi orðið segir í svari frá bankanum að fækkunin hafi verið almenn. Íslandsbanki hafi náð að fækka fólki með aukinni skilvirkni og sjálfvirkni í starfi hans. Þá hefur fólki jafnframt fækkað vegna þess að vinnu við endurskipulagningu lána er að ljúka. Í lok árs 2011 voru starfsmenn Íslandsbanka 1097 og því hefur þeim fækkað um 109 á tveggja ára tímabili. Starfsmönnum hefur ekki fækkað meira á einu ári, en í fyrra,  frá því að bankinn var stofnaður í október 2008.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Dótturfélag FL Group skuldaði móðurfélagi sínu 13 milljarða
  • Fleiri deilumál sprottin upp vegna nýbyggingar Kára Stefánssonar
  • ISAVIA er með hvatningarkerfi fyrir flugfélög sem stunda áætlunarflug
  • Hækkanir á leiguverði eru úr samhengi við allt annað
  • Tillögur um afnám verðtryggingar kynntar í dag
  • Ítarleg umfjöllun um spá olíu og gasfyrirtækisins BP um orkunotkun næstu árin
  • Heimkaup stefnir á 500 milljóna króna ársveltu
  • Nauðsynlegt er að lífeyrissjóðirnir geti fjárfest meira á First North
  • Risagróðurhús í Grindavík
  • Reynsluakstur á Land Cruiser 150
  • Nærmynd af Gunnari Karli Guðmundssyni nýjum framkvæmdastjóra Mílu
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um hugmyndir um áhættufjárfestingar einstaklinga
  • Óðinn skrifar um kjarasamninga og verðbólgu
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndasíður, VB sjónvarp og margt, margt fleira