Síma- og internetfyrirtæki munu þurfa að geyma allar vefsíðuheimsóknir og netleitarsögu einstaklinga í 12 mánuði samkvæmt nýju frumvarpi sem var kynnt í dag. Frumvarpið ber heitir Rannsóknarfrumvarpið en fjölmiðlar ytra kalla það Njósnafrumvarpið (e. Surveillance bill eða Spy Bill)

Innanríkisráðherra Bretlands, Theresa May sagði þegar hún lagði frumvarpið fyrir þingið að þetta væri töluverð breyting frá fyrri tillögum. Hún sagði stjórnvöld myndu ekki sjálfkrafa fá aðgang að netleitarsögu allra, heldur einungis grunnupplýsingar um netnotkun, þetta væri því einungis nútímavæðing á símhlerunarheimildum og heimild til aðgangs sund­urliðuðum sím­reikn­ingi.

Löggæsluyfirvöld myndu þurfa heimild frá dómara til að fá aðgang að gögnunum. Þó er gerð undanþága í nýju frumvarpi í þeim tilvikum þar sem mannslíf er í hættu eða til staðar er einstakt tækifæri til að nálgast upplýsingar þá þurfi ekki heimild dómara.

Forsætisráðherra Bretlands sagði að frumvarpið væri eitt það mikilvægasta sem þingið myndi ræða á þessu þingi og að nauðsynlegt væri að hjálpa löggæsluyfirvöldum og eftirlitsstofnunum að vernda borgarana.

The Guardian og The Telegraph greina frá en Viðskiptablaðið fjallaði um málið fyrr í vikunni.