Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins funda nú í Brussel. Samkvæmt frétt BBC segja þeir að sá trúnaðarbrestur sem verður í garð Bandaríkjanna vegna þessara njósna geti skaðað baráttuna gegn hryðjuverkum.

Breska blaðið Guardian greindi frá því í gærkvöld að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hefði hlerað síma hjá 35 þjóðarleiðtogum í heiminum. Þeir eru ekki nafngreindir en vitað er að einn þeirra er Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Angela Merkel hringdi í Barack Obama á miðvikudag vegna þessa máls og utanríkisráðherra Þýskalands kallaði sendiherra Bandaríkjamanna þar í landi á sinn fund í gær.