*

laugardagur, 31. október 2020
Innlent 12. ágúst 2020 12:29

Nóatún Austurveri lokar á föstudaginn

Síðasta Nóa­túns versl­un­in sem staðsett er í Aust­ur­veri mun loka næst­kom­andi föstu­dag.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Síðasta Nóa­túns versl­un­in sem staðsett er í Aust­ur­veri mun loka næst­kom­andi föstu­dag og af því til­efni munu all­ar vör­ur versl­un­ar­inn­ar verða sett­ar á 30% af­slátt. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.

Í októ­ber mun þar opna ný og glæsi­leg Krónu versl­un en að sögn tals­manna Fest­is hef­ur verið kallað eft­ir lág­vöru­versl­un á svæðinu og er því verið að bregðast við því kalli.

Þar með lýk­ur langri sögu Nóa­túns versl­an­anna en fyrsta versl­un­in opnaði árið 1965 og hef­ur í gegn­um árin verið sam­nefn­ari yfir gæði og góða þjón­ustu. Aðdá­end­ur Nóa­túns þurfa þó ekki að ör­vænta því Krón­an mun bjóða upp á vald­ar vör­ur úr Nóa­túni.