Nóbelsskáldið Halldór Laxness var mikill áhugamaður um bíla. Hann keypti sér glæsilegan Jagúar 340 Saloon í maí árið 1968. Þessi fallegi bíll er í eigu Gljúfrasteins safnsins en sjá má hann af og til á götum borgarinnar, sérstaklega yfir sumartímann.

Halldór Laxness Jagúar
Halldór Laxness Jagúar
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Halldór gekk í klæðskerasaumuðum fötum og lagði mikið upp úr því að vera vel til fara. Hann var smekkmaður á hönnun og var því ekki skrýtið að hann hafi lagt upp úr því að vera á fínum bíl líka,“ segir Hulda Margrét Rútsdóttir, umsjónarmaður Gljúfrasteins safnsins.

Örn Sigurðsson, sem var umsjónarmaður Bílsins í nokkur ár, skrifaði grein um Jagúarinn í ársrit Fornbílaklúbbsins. Þar sagði hann þessa sögu: Halldór ók á móti vörubílnum á Vesturlandsveginum, sem þá var svo þröngur að þeir gátu ekki mæst, og Jagúarinn valt út af. Hélt nú vörubílstjórinn að Halldór Laxness væri allur og sá fyrir sér að þetta yrði það eina sem halda myndi minningu hans á lofti, það er vörubílstjórans. En viti menn, Halldór Laxness skríður út úr bílnum og segir við vörubílstjórann: „Get ég gert nokkuð fleira fyrir yður?“

Nánar er fjallað um Jagúarinn og fleiri bíla sem voru í eigu Halldórs Laxness í Bílum, sérriti sem fylgdi með Viðskiptablaðinu í gær. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Spjall við Sveini Þorsteinsson, sem á fjóra Mercedes-Benz bíla, meðal annars ´67 árgerðina af 300 SEL sem prýðir forsíðuna.
  • Stórsýning Bílgreinasambandsins í Fífunni í maí
  • Frumsýning nýja Lexus IS 300h bílsins
  • Umfjöllun um nýjasta Mercedes-Benz S, sem verður einn tæknilega fullkomnasti bíll sögunnar
  • Reynsluakstur á fjórum nýjum bílum frá Audi
  • Saga Volkswagen Golf bílsins frá 1974 til dagsins í dag
  • Ýmislegt annað skemmtilegt efni, t.d. fjölmargar myndir frá bílasýningunum í Detroit, Genf, og New York


Bílablaðið
Bílablaðið