*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Erlent 12. október 2020 11:15

Nóbelsverðlaun fyrir uppboðskenningu

Tveir bandarískir hagfræðingar fengu í dag nóbelsverðlaun í hagfræði vegna uppgötvana og þróun á uppboðskenningunni.

Ritstjórn
Paul R. Milgrom og Robert B. Wilson hlutu nóbelsverðlaun í hagfræði fyrr í dag.
epa

Bandarísku hagfræðingarnar Paul Milgrom og Robert Wilson hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Verðlaunin fengu þeir vegna uppgötvana þeirra og þróun á uppboðskenningunni sem talið er að hafa nýst seljendum, kaupendum og skattgreiðendum víðsvegar um heiminn.

Hafa þeir meðal annars þróað nýja uppsetningu á útboðum sem gerir fólki betur kleift að bjóða upp vörur og þjónustu sem erfitt er að koma í verð, líkt og útvarpstíðnum. 

Verðlaunahafarnir, sem hafa lagt nám við Stanford og Harvard háskóla, munu deila með sér tíu milljónum sænskra króna, jafnvirði um 158 milljónum króna. Nóverðsverðlaunin í hagfræði hafa verið veitt frá árinu 1969.