Bandaríski hagfræðingurinn James Buchanan lést í dag, 93 ára að aldri. Hann stundaði rannsóknir í ríkisfjármálum en snéri sér síðar að almannavalsfræðum, sem snúast um það hvernig einstaklingar velja í hópum frekar en einir og sér. Greinin hefur verið nefnd hagfræði stjórnmálanna og hlaut hann Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar í hagfræði árið 1986.

Buchanan var fæddur árið 1919 og var hann leiðtogi Virginíu-hagfræðiganna svokölluðu sem horfðu á stjórnmál með gleraugum hagfræðinnar. Hann hefur jafnframt verið forseti Mont-Pélerin-samtakanna, sem er félag frjálshyggjumanna.