Fyrr í dag tilkynnti sænska akademían að Nóbelsverðiaunin í hagfræði falli í skaut bandarísku hagfræðinganna Christopher A. SIms og Thomas J. Sargent en þeir hafa um langt skeið verið framarlega í flokki þjóðhagfræðinga sem rannsakað hafa peningahagfræði. Það er fyrir rannsóknir þeirra á orsökum og afleiðingum í þjóðhagfræði sem þeir fá verðlaunin en Sims og Sargent voru brautryðjendur í því rannsaka slík sambönd.

Með hjálp aðferða þeirra getum við m.a. séð hvaða áhrif pólitískar ákvarðanir hafa á hagstærðir og þróun efnahagsmála sem og hversu skilvirkt miðlunarferli peningastefnunnar er og hversu langan tíma vaxtabreytingar þurfa til þess að virka.