Nýr vefur, hvitbok.vg hefur verið settur upp en vefurinn á að sögn aðstandenda hans að verða eitt helsta uppflettirit um hugsanlega gerendur í efnahagshruninu s.l. haust.

Að sögn S. Ragnar Árnasonar, sem er einn af aðstandendum vefsins, eru margir sem standa að vefnum, bæði útlendingar og Íslendingar. Þannig megi finna Rússa, Brasilíumenn, Spánverjar og loks Íslendingar.

S. Ragnar segir í samtali við Viðskiptablaðið að efni síðunnar verði með tímanum þýtt og kynnt rækilega erlendis. Nafn S. Ragnars hefur nú verið fjarlægt af síðunni ásamt öðrum aðstandendum hennar og en fram kemur á síðunni að ekki verðið gefið upp hverjir eigendur eða aðstandendur hennar eru.

Á síðunni kemur fram að á Íslandi hafi fjölmiðlar verið reknir oft á tíðum með engar upplýsingar um eiginlega eigendur þeirra og oft á tíðum í umboði ákveðna hagsmuna sérvaldra gæðinga á Íslandi.

„Hvítbók.vg mun ekki upplýsa um eigendur www.hvitbok.vg en heimasíðan er skráð á eyjunni Tortola í Bresku Jómfrúareyjunum sem útskýrir endingu heimilisfang hennar .vg,“ segir á vefnum og tekið er fram að eigendur eru og vilja með engu móti vera bendlaðir við Vinstri Græna né aðra stjórnmálaflokka á Íslandi.