Það er ekki sama hvað hlutirnir eru kallaðir. Með því að nefna hluti gefum við þeim eigindi, þó það sé bara í kollinum á okkur. Eða öðrum. Nú stendur yfir lærð umræða um hvað skuli nefna dauðadýrkendurna frá Miðausturlöndum, sem nú hafa fært út kvíarnar til Evrópu.

Sagt er að ekki megi tala um þá sem íslamskt ríki, líkt og skammstafanirnar ISIS og ISIL vísi til og því beri að nefna þá Daesh, sem ekki sé upphefjandi. Samkvæmt Google Trends (tölfræði síðustu viku vantar enn) hafa nær engir fjölmiðlar rætt um Daesh undanfarin þrjú ár og nær aðeins notast við nafnið ISIS. En kannski mesta undrið sé þó, að um þessi blóði drifnu úrhrök var sáralítið fjallað í nokkrum miðli fyrr en um mitt ár 2014.