Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrir stundu liggur fyrir niðurstaða í stjórnarkjöri Viðskiptaráðs en aðalfundur ráðsins fór fram í dag.

Hreggviður Jónsson, forstjóri og aðaleigandi Veritas Capital, var kjörinn nýr formaður ráðsins.

Alls voru 71 einstaklingur í framboði til stjórnar ráðsins. Þar af voru 44 nýir framjóðendur en 15 manns úr aðalstjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá gáfu 12 einstaklingar úr varastjórn áfram kost á sér en 7 einstaklingar, sem ýmist sátu í stjórn eða varastjórn, gáfu ekki kost á sér áfram.

Niðurstaða kosninganna er um margt áhugaverð. Eins og gefur að skilja á fjölda frambjóðenda voru fjölmargir aðilar sem komust ekki að í stjórn. Hér verður farið yfir hverjir koma nýir inn, hverjir detta út, hverjir detta úr stjórn í varastjórn og svo frv.

Eftirfarandi aðilar koma nýir inn í aðalstjórn:

  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Actavis Group hf.
  • Gylfi Sigfússon, Eimskip Ísland ehf.
  • Kristín Pétursdóttir, Auður Capital ehf.
  • Sigrún Ragna Ólafsdóttir, VÍS
  • Steinþór Pálsson, Landsbankinn

Eftirfarandi aðilar koma nýir inn í varastjórn:

  • Erna Gísladóttir, Ingvar Helgason hf.
  • Gísli Hjálmtýsson, Thule Investments ehf.
  • Helgi Anton Eiríksson, Iceland Seafood ehf.
  • Hermann Björnsson, Sjóvá Almennar
  • Ólafur Gylfason, Össur hf.
  • Magnús Þór Ásmundsson, Alcoa á Íslandi
  • Margrét Sanders, Deloitte hf.
  • Sigurður Viðarsson, TM

Eftirfarandi aðilar sátu í aðalstjórn og hlutu endurkjör:

  • Ásbjörn Gíslason, Samskip hf.
  • Björgólfur Jóhannsson, Icelandair group/Icelandair
  • Eggert Benedikt Guðmundsson, HB Grandi hf.
  • Hrund Rudolfsdóttir, Marel
  • Höskuldur H. Ólafsson, Arion banki hf.
  • Hörður Arnarson, Landsvirkjun
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, Já Upplýsingaveitur
  • Margrét Pála Ólafsdóttir, Hjallastefnan ehf.
  • Sævar Freyr Þráinsson, Síminn hf.
  • Úlfar Steindórsson, Toyota Íslandi

Eftirfarandi aðilar sátu í varastjórn og hlutu endurkjör í varastjórn:

  • Einar Örn Ólafsson, Skeljungur hf.
  • Gestur G. Gestsson, Advania hf.
  • Hildur Árnadóttir, Bakkavör Group hf.
  • Ragnar Guðmundsson, Norðurál ehf.
  • Svanbjörn Thoroddsen, KPMG ehf.
  • Þórður Sverrisson, Nýherji hf.

Eftirfarandi aðilar sátu í aðalstjórn en duttu nú niður í varastjórn:

  • Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin Egill Skallagrímsson
  • Hilmar Veigar Pétursson, CCP hf.
  • Knútur G. Hauksson, Klettur sala- og þjónusta ehf.
  • Svava Johansen, NTC
  • Þórður Magnússon, Eyrir Invest

Eftirfarandi aðilar sátu í varastjórn en hlutu ekki endurkjör:

  • Egill Jóhannsson, Brimborg ehf.
  • Gunnar Sturluson, LOGOS-lögmannsþjónusta
  • Lárus Ásgeirsson, Icelandic Group hf.

Eftirfarandi aðilar náði ekki kjöri í aðalstjórn eða varastjórn:

  • Aðalheiður Karlsdóttir, AK - Eignir/Eignaumboð ehf.
  • Andri Árnason, Juris Almenna Lögfræðistofan
  • Anna Birna Jensdóttir, Öldungur hf.
  • Ásgeir Johansen, Rolf Johansen & Co. ehf.
  • Árni Zophoniasson, Miðlun ehf.
  • Bjarni Ákason, Epli /Skakkiturn ehf.
  • Bjarni Ó. Halldórsson, Aalborg Portland Íslandi ehf.
  • Bjarni Þórður Bjarnason, Arctica Finance hf.
  • Borghildur Sigurðardóttir, Fjárstoð ehf.
  • Brynja Guðmundsdóttir, Gagnavarslan ehf.
  • Elínóra Inga Sigurðardóttir, Elás ehf.
  • Eyþór Arnalds, Strokkur Energy ehf.
  • Flóki Halldórsson, Stefnir hf.
  • Gísli Hauksson, Gamma
  • Guðrún Ragna Garðarsdóttir, Atlantsolía ehf.
  • Hafdís Jónsdóttir, Laugar ehf. (World Class)
  • Hjálmar Gíslason, DataMarket
  • Ingvi Þór Elliðason, Capacent ehf.
  • Jóhann Jónasson, 3X Technology
  • Jón Diðrik Jónsson, Sena ehf.
  • Jón Ólafur Halldórsson, Olíuverzlun Íslands
  • Jónas Hagan Guðmundsson, Taxfreeworldwide á Íslandi ehf.
  • Kristján Freyr Kristjánsson, Innovit
  • Marín Magnúsdóttir, Practical
  • Pétur Einarsson, Straumur Fjárfestingarbanki hf.
  • Páll Harðarsson, Kauphöll Íslands/OMX
  • Ragnar Guðgeirsson, Expectus ehf.
  • Skúli Mogensen, Títan fjárestingarfélag ehf.
  • Stefanía Karlsdóttir, Íslensk matorka ehf
  • Sverrir Kaaber, Icelandic Fish & Chips ehf.
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Fresko ehf. (Pizza Hut)

Eftirfarandi aðilar sátu áður í stjórn eða varastjórn og gáfu ekki kost á sér áfram:

  • Rakel Sveinsdóttir, Creditinfo (hætt)
  • Kristján Loftsson, Hvalur hf.
  • Ingunn Elín Sveinsdóttir, N1
  • Gunnar Karl Guðmundsson, MP Banki (hættur)
  • Guðmundur Kristjánsson, Brim hf.
  • Halla Tómasdóttir, Auður Capital
  • Jón Sigurðsson, Össur hf.