Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software, dótturfyrirtæki Nýherja, hefur bætt við sig sjö nýjum starfsmönnum að undanförnu vegna aukinna verkefna í hugbúnaðargerð og hugbúnaðarþróun, bæði innanlands en ekki síst vegna góðrar sölu á hugbúnarvörum fyrirtækisins erlendis.

Fram kemur í tilkynningu frá TM Software að Jessica Abby VanderVeen er nýr starfsmaður Tempo-hóps fyrirtækisins. Jessica mun sinna markaðsmálum fyrir Tempo erlendis. Jessica er með lögfræðiréttindi frá New York University og meistaragráðu í Leadership and Policy frá Temple University í Philadelphia í Bandaríkjunum. Jessica hefur síðustu ár unnið að lögfræðistörfum og einnig sinnt verkefnisstjórnun og ýmsum öðrum ritstörfum.

Benedikt Bjarni Bogason er nýr starfsmaður Tempo-hópsins. Benedikt mun sinna sértækri þróun í við Tempo og að öðrum viðbótum. Benedikt er með MSc í Information Security frá University College London í Bretlandi, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði og diploma í kennsluréttindum. Benedikt starfaði áður sem framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kenndi stærðfræði og eðlisfræði auk þess var hann formaður kennarafélagsins.

Mark Berge hefur verið ráðin til starfa á ráðgjafar- og verkefnasviði TM Software. Mark er með meistaragráðu í hreyfimyndagerð og doktorsgráðu í ensku. Mark er með yfir 20 ára reynslu í hugbúnaðargerð og starfaði áður sem vefstjóri hjá Háskólanum í Swansea frá 2002-2011. Hann mun starfa við hönnun og þróun veflausna hjá TM Software.

Patrick Alexander Thomas hefur verið ráðin til starfa á ráðgjafar- og verkefnasviði TM Software. Patrick er með mastergráðu í málvísindum og B.Sc. í stærðfræði. Patrick hefur unnið við hugbúnaðargerð síðastliðin 15 ár en hann mun sinna hugbúnaðargerð og verkefnisstjórnum hjá TM Software.

Sigurlaug Sturlaugsdóttir er nýr starfsmaður í hugbúnargerð á verkefnasviði TM Software. Sigurlaug er með BA gráðu í ensku og er að ljúka við mastergráðu í sama fagi. Sigurlaug hefur frá árinu 2002 unnið hjá Íslandsbanka, Icelandair og Karli K. Karlssyni sem verkefnisstjóri og við þróun og viðhald veflausna.

Sandra Björg Axelsdóttir er nýr starfsmaður ráðgjafarsviðs TM Software. Sandra verður vörustjóri yfir Atlassian vörur fyrirtækisins sem eru meðal annars JIRA og Confluence.  Sandra er með B.Sc. í viðskiptafræði og hefur klárað verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá endurmenntun HÍ sem og D-vottun frá IPMA í verkefnastjórnun. Sandra hefur undanfarin ár unnið hjá Skyggni og Nýherja sem verkefnisstjóri í ýmsum upplýsingatækniverkefnum.

Kristmann Jónsson hefur verið ráðin sem hugbúnarsérfræðingur hjá verkefnasviði.  Kristmann var að ljúka BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Kristmann var að vinna áður hjá íslenskri Getspá og Nýherja í ýmsum upplýsingatækniverkefnum.

TM Software sérhæfir sig í framleiðslu á eigin hugbúnaðarvörum og ráðgjöf og þjónustu á sérhæfðum hugbúnaðarlausnum. Fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins að hjá félaginu starfi tæplega 60 manns.

© Aðsend mynd (AÐSEND)
Hér má sjá sex af sjö nýju starfsmönnum TM Software.