„Ég er alinn upp í sveit og man fyrst eftir mér í heyskap,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann keyrði hjólbörur með steypu þegar hann fékk sinn fyrsta launaseðil. „Það var passað að hafa nógu lítið í þeim svo ég myndi ráða við þær“.

Halldór segir steypuvinnuna og sveitastörfin nýtast sér vel í starfi í dag þar sem nóg er af steypu í pólitíkinni. Hann segist líka hafa lært að vinna í sveitinni og aldrei hafa verið háður klukku. „Maður er að vinna þegar maður er að vinna“.