Sælgætisverksmiðjan Nói Siríus hagnaðist um 238 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 325 milljónir árið á undan.

Heildarvelta fyrirtækisins á árinu 2017 nam 3,5 milljörðum króna. Fjárfest var í vélum og tækjum fyrir 959 milljónir á árinu.

Launakostnaður hækkaði þrátt fyrir að starfsmönnum hafi fækkað en laun- og launatengd gjöld námu um 1 milljarði króna. Fyrirtækið fjárfesti í vélum og tækjum fyrir 959 milljónir á árinu.

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 100 milljóna króna arður á þessu ári til hluthafa.