*

sunnudagur, 5. desember 2021
Innlent 17. júní 2020 13:50

Nói Síríus hyggst stefna ríkinu

Nói Síríus hyggst stefna ríkinu þar sem félagið telur samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda við erlendar sælgætisgerðir ójafna.

Ritstjórn
Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus.
Haraldur Guðjónsson

Sælgætisgerðin Nói Síríus hyggst stefna ríkinu vegna blygðun­ar­lausr­ar mis­mun­un­ar“. Félagið telur fullreynt að ná samningum við stjórnvöld um að rétta af samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda við erlendar sælgætisgerðir. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.

Þetta seg­ir Finn­ur Geirs­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. Vís­ar hann til þeirr­ar staðreynd­ar að háir toll­ar á inn­flutt mjólk­ur­duft valdi því að fyr­ir­tækið verði að kaupa ís­lenskt mjólk­ur­duft sem kosti í flest­um til­vik­um að minnsta kosti tvö­falt meira en mjólk­ur­duft að utan.

Tollarnir valda því að hráefniskostnaður fyrirtækisins hækki um allt að 60 milljónir króna á hverju ári. Veikir það samkeppnisstöðu fyrirtækisins gagnvart erlendum keppinautum sem flytji vörur sínar fullunnar, með mjólkurdufti í, til landsins án þess að á þær leggist tollar á borð við mjólkurduftið óblandað.

Finnur segir félagið hafa reynt að semja við ríkið en án árangurs. Samtök iðnaðarins hafa einnig reynt að aðstoða félagið en það hefur gengið erfiðlega. Því telur Finnur félagið þurfa að taka málið í eigin hendur.

Nói Síríus fagn­ar 100 ára af­mæli nú í júní­mánuði.