Finnski símaframleiðandinn Nokia tilkynnti í dag um mikinn niðurskurð. Störfum verður fækkað um 3.500 á heimsvísu og ætlar fyrirtækið að einblína á framleiðslu.

Fækkun starfa nú bætist við 4.000 starfa fækkun sem var tilkynnt í apríl síðastliðnum. Verksmiðju í Rúmeníu verður loka og langtímaáætlanir verksmiðja í Finnlandi, Ungverjalandi og Mexíkó verða endurskoðaðar. Þá verður útibúum í Þýskalandi og Bandaríkjunum lokað.

Hlutabréfaverð í félaginu lækkaði um 2,1% í kjölfar tilkynningarinnar.