Stærsta farsímaframleiðandi heims, Nokia, hækkaði í dag afkomuspá sína fyrir þriðja ársfjórðung. Félagið reiknar með meiri sölu en áætluð var og einnig með meiri hagnaði. Nokia gerir nú ráð fyrir að sala verði milli 6,8 og 6,9 ma.evra. Jafnframt gerir félagið nú ráð fyrir að hagnaður verði á bilinu 0,11-0,13 evrur á hvern hlut í stað 0,08-0,10 evra á hlut.

"Félagið hefur lækkað verð á farsímum sínum undanfarið með því markmiði að auka aftur markaðshlutdeild sína en á öðrum ársfjórðungi var hún tæplega 30% og hafði ekki verið minni í fimm ár. Ásamt verðlækkunum hefur félagið bætt við nýjum símum í vöruúrval sitt en skortur á svokölluðum ?samlokusímum" og myndavélasímum frá félaginu varð til að neytendur leituðu til samkeppnisaðila," segir í Hálffimm fréttum KB banka.

Nokia hækkaði um 6,2% í dag í kjölfar tilkynningarinnar og var gengið í lok dags 11,15 evrur.