Forsvarsmenn símafyrirtækisins Nokia hafa staðfest er um þessar mundir er fyrirtækið í samningaviðræðum við franska keppinaut sinn Alcatel-Lucent um hugsanlega yfirtöku á fyrirtækinu. En talið er að samruninn gæti leitt til fyrirtækis metið á 40 milljarða evra. Þessu greinir BBC frá.

Á þessari stundu er ekki öruggt að samningaviðræðurnar muni leiða til samnings. Hins vegar gæti samrunni fyrirtækjanna tevggja, sem eru með veika markaðsstöðu í augnablikinu, verið jákvæður fyrir fyrirtækin. En fyrir ári síðan seldi Nokia Microsoft farsímaarm fyrirtækisins.

Samruninn gæti mætt mótstöðu frá franska ríkinu sem hefur áhyggjur af því að störfum muni fækka í landinu í kjölfarið. Nokia er metið á 29 milljarða evra, sem er næstum þrefalt meira en Alcatel sem er metið á 11 milljarða evra.