Finnski símarisinn Nokia tilkynnti í dag um kaup á fjarskiptafyrirtækinu Oz sem upphaflega  var stofnað á Íslandi, en er nú með höfuðstöðvar í Kanada.

Stjórnarformaður Oz er Skúli Mogensen.

Í tilkynningu frá Nokia kemur fram að hjá Oz starfa um 220 manns. Þarna sé á ferð félag sem sé leiðandi samskiptalausnum fyrir farsíma og sérhæfi sig í framleiðslu vinsælla samskiptaforrita fyrir farsíma.

„Með kaupunum á Oz er Nokia að endurnýja fyrirheit sín um að gera einstaklingum kleift að efla samskipti sín á milli með uppáhalds samskiptaforritum sínum,“ segir Niklas Savander, framkvæmdastjóri þróunarsvið Nokia í tilkynningunni og nefnir forrit á borð við AOL, Gmail, Windows Live Messenger og Yahoo sem dæmi.

Þá kemur jafnframt fram að Oz hafi verið í samstarfi við Nokia frá árinu 2003.