Fjarskiptafyrirtækið Nokia Corp. lækkaði í gær markmið sitt um hagnaðarhlutfall (e. operating margin) niður í 15% fyrir næstu tvö árin, en í desember í fyrra var stefnt að 17% hagnaðarhlutfalli. Fyrirtækið segir að verðþrýstingur sé að grunnsímaþjónustu þar sem þróunarþjóðir taki hærri hlut af sölu, en fyrirtækið segir einnig að aukin samkeppni liggi að baki. Markmið um hagnaðarhlutfall í farsíma- og margmiðlunardeild fyrirtækisins hefur einnig verið lækkað niður í 17%, en var áður 17-18%