Í kjölfar tilkomu snjallsímans missti Nokia, sem einu sinni var ráðandi á mörkuðum með farsíma, stöðu sína, en nú hyggst fyrirtækið gera aðra tilraun til að komast aftur inn á markaðinn.

Finnska vörumerkið hyggst núna gera sína aðra tilraun til að komast á snjallsímamarkaðinn með því að hefja hana í Kína. Fyrsti Nokia síminn sem notar android stýrikerfið frá Google, sem flestir síma nota var sýndur á tæknisýningu í Las Vegas í gær.

Verður Nokia 6, eins og síminn er kallaður, eingöngu í boði í Kína, í gegnum sölusíðuna JD.com. Í raun er það þó ekki gamla Nokia fyrirtækið sem framleiðir símana.

Leigja vörumerkið út

Félagið leigði vörumerkið út til annars finsk fyrirtækis, HMD Global á síðasta ár eftir að hafa farið í gegnum mikinn niðurskurð af hálfu eiganda fyrirtækisins, sem nú er Microsoft. Um tíma voru keyrðu snjallsímar á stýrikerfi frá Windows.

Á tímabili var Nokia ráðandi á kínverskum markaði en árið 2010 seldi fyrirtækið 82,5 milljón farsíma í landinu. En í kjölfar þess að hafa ekki tekist að komast inn á snjallsímamarkaðinn þá seldi félagið farsímaframleiðslu sína til Microsoft árið 2013.

Nokia sjálft er enn til en það framleiðir tækni fyrir farsímakerfi.

Mikil samkeppni er á markaði fyrir snjallsíma í Kína, en fyrir utan Apple og Samsung síma, verður fyrirtækið í mikilli samkeppni við kínversk vörumerki eins og Oppo, Vivo, Huawei og Xiami.