Finnski farsímaframleiðandinn Nokia hefur fengið því framgengt að banna sölu á tveimur snjallsímum HTC í Bretlandi. Þetta eru símarnir HTC One Mini og HTC One Max. Forsvarsmenn Nokia segja símana byggja á tækni sem Nokia hafi einkaleyfi fyrir og HTC hafi notað í leyfisleysi. Reynt var jafnframt að banna sölu á farsímanum HTC One, en það tókst ekki.

Hæstiréttur Bretlandi bannaði söluna í dag og tekur það gildi á föstudag. Breska dagblaðið The Inquirer segir um málið að forsvarsmenn HTC hafi haldið þeim rökum á lofti að Nokia gæti ekki farið fram á bannið þar sem farsímaframleiðendurnir væru ekki keppinautar í Bretlandi þar sem símar Nokia gangi á Windows-stýrikerfinu frá Microsoft en símar HTC á Android-stýrikerfi Google. Á þessi rök hafi ekki verið fallist enda telji Nokia-liðar sig hafa orðið af sölu á símum eftir að símar úr sömu línu og HTC One komu á markað. Dómari í málinu ákvað hins vegar ekki að banna ekki sölu á farsímum HTC One þar sem hann taldi það geta haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir HTC í Bretlandi, að því er segir í The Inquirer.