Finnski farsímarisinn Nokia tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði að segja upp sjö hundruð manns, þar af um 340 í Finnlandi.

Aðgerðirnar eru meðal annars gerðar til þess að endurskipuleggja rannsóknar- og þróunarstarfsemi Nokia, og auk þess til að mæta þeim nýju áskorunum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir þegar það sækir enn frekar inn á nýja markaði, einkum í Asíu og Suður-Ameríku.