181 félag var nýskráð í október síðastliðnum. Þau voru 155 í sama mánuði í fyrra,samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Nýskráningar voru flestar í fasteignaviðskiptum. Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru nýskráningar 1.613 sem er 9,5% aukning á milli ára. Á sama tíma voru þau 1.473.

Í mánuðinum voru hins vegar 117 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Fyrstu 10 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 787, en það er 13,6% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 911 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Flest gjaldþrot það sem af er árinu er í flokknum heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum, samtals 162.