Kaupmáttarvísitala VR hækkaði um 4,5% í september sl. borið saman við fyrra ár og litlar vísbendingar eru um að þróun kaupmáttar sé úr takti við almenna efnahagsþróun. Þetta kemur fram í nýju Efnahagsyfirliti VR.

Efnahagsyfirlitið bendir m.a. á að nokkur munur sé á hagvaxtarspám greiningaraðila fyrir komandi ár. Lægsta hagvaxtarspá fyrir árið 2017 telur að hagvötur verði 2,7%, en hæsta spaín gerir ráð fyrir 4,4% hagvexti.

Seðlabankinn hefur verið nokkur á reiki með verðbólguvæntingar, en verðbólguspár hafa breyst mikið á árinu. Raunverðbólga er í góðum takti við verðbólguspá bankans frá því í maí. Verðbólguspá í febrúar var undir raunverðbólgu en miðað við spá bankans frá ágúst segir VR að Seðlabankinn annað hvort stórlega ofmetið áhrif launahækkanna á verðbólgu eða gert ráð fyrir mun meiri hækkunum í ágúst spánni miðað við aðrar spár bankans.