Nokkur þúsund manns eru mætt á mótmælafund á Austurvelli sem nú stendur yfir. Þetta kemur fram á vef RÚV .

Fundurinn var boðaður á Facebook gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að því er fram kemur á vef RÚV er fólk þar með mismunandi sjónarmið og ólík umkvörtunarefni. Á mótmælaspjöldum og fánum séu mótmæli gegn misskiptingu og spillingu, stuðningsyfislýsingar við tónlistarkennara og mótmæli gegn því að lögregla og Landhelgisgæslan fái byssur. Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður ávarpaði mótmælendur á samkomunni.