Möguleikarnir á því að Ísland fari í gegnum annað efnahagshrun á næstu 12 mánuðum eru einn á móti þremur en helst ástæður þess má rekja til mikilla erlenda skulda og mikils fjárlagahalla.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Nomura International. Nomura segir reyndar að svipað sé upp á teningnum í Búlgaríu, Litháen, Lettlandi og Ungverjalandi. Bankinn notar 16 þætti til að mæla hættuna á hruni.

Í frétt Dow Jones fréttaveitunnar um málið kemur fram að Ísland hafi orðið einna verst úti allra vestrænna ríkja í efnahagskreppunni eftir að bankakerfið hér á landi hrundi á nokkrum dögum í október í fyrra.

„Þær hættur sem voru fyrir efnahagshrunið er í raun enn til staðar nú,“ segir í skýrslu Nomura.

„Eini munurinn er sá að búið að er að færa ábyrgðina í hendur ríkisins.“

Þá kemur fram að þrátt fyrir gjaldeyrishöft Seðlabankans hafi krónan lækkað um 11% frá því í mars s.l. – aðeins argentínski peso-inn hafi lækkaði meira á þeim tíma. Þá standi skuldatryggingaálagið á íslenska ríkið í 461 punkti.