Veitingahúsið Noodle Station sem sérhæfir sig í taílenskri núðlusúpu undirbýr opnun Noodle Station í Seúl í Suður-Kóreu í lok sumars. Í frétt Morgunblaðsins um málið kemur fram að staðurinn verði rekinn með viðskiptasérleyfi í Kóreu.

Upphafið af hugmyndinni var það að ánægður viðskiptavinur skildi eftir skilaboð til eigenda veitingastaðarins og spurði hvort að hann mætti opna útibú í Suður-Kóreu. Bogi Jónsson, veitingamaður þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um og sagði já. Elsti sonur hans, Charin Thaiprasert rekur Noodle Station. Eins og sakir standa hefur Suður-kóreski viðskiptavinurinn skrifað undir samning.

„Við förum til Suður-Kóreu í næstu viku vegna undirbúningsins,“ er haft eftir Boga í fréttinni. Hann segir enn fremur að þeir eru búnir að samþykkja húsnæðið að hans sögn skiptir miklu máli hvar staðurinn er staðsettur. Sérleyfið sem var selt Suður-kóreska viðskiptavininum fylgir: Nafn staðarins, matseðilinn, og svo kaupir veitingamaðurinn í Suður-Kóreu kryddblönduna af Noodle Station og borgar ákveðið hlutfall af veltu.