Advania efndi í síðustu viku til samkeppni meðal 10 þúsund viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og leitaði að nörd ársins - þeim sem hefur skarað fram úr í íslenskri upplýsingatækni undanfarið ár. Liðlega 300 manns hlutu tilnefningar og þar af fengu 18 manns fleiri en tíu atkvæði. Að þessu sinni var Rakel Sölvadóttir hjá Skema fyrir valinu.

Í umsögn dómnefndarinnar segir að Rakel, sem er stofnandi Skema, sé brautryðjandi í kennslu í forritun og hugbúnaðarþróun fyrir börn og unglinga. Verðlaunin voru afhent á Nýársgleði Advania síðastliðinn föstudag að viðstöddum ríflega 1.000 gestum.

Nýársgleði Advania 2012
Nýársgleði Advania 2012
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Telma Halldórsdóttir og Selma Björnsdóttir létu sjá sig.

Nýársgleði Advania 2012
Nýársgleði Advania 2012
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Fjöldi manns mættu einnig til þess að skoða nýju verslunina hjá Advania.

Nýársgleði Advania 2012
Nýársgleði Advania 2012
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Margir voru spenntir að sjá nýja nörd ársins.