Norræna fjármálafyrirtækið Nordea Asset Management ætlar að fara í mál við Volkswagen Group. The Guardian greinir frá

Ástæða málsóknarinnar er vegna þess tjóns sem hluthafar urðu fyrir við verðfall á hlutabréfum í Volkswagen. Hlutabréf í félaginu hafa lækkað um tæp 40% síðan í miðjum september, en þá komst upp um hugbúnað sem hannaður var til að sniðganga útblástursreglur. Hluthafar félagsins hafa tapað milljörðum evra á málinu.

Nordea átti um það bil 500.000 hluti í Volkswagen um miðjan september, sem var þá að verðmæti um 80 milljóna evra, en hefur síðan selt meirihluta bréfanna.

Sasja Beslik, yfirmaður samfélagslegra ábyrga fjárfestinga hjá Nordea sagði að „sem ábyrgir fjárfestar höfum við skyldu til að vernda hagsmuni okkar hluthafa, og við munum grípa til aðgerða í samræmi við það.“