Nýlega greindi Nordea-bankinn frá því að segja þyrfti upp um tvö þúsund starfsmönnum til þess að spara og hagræða í rekstrinum.

Sá sparnaður kom þó ekki í veg fyrir að Nordea keypti lúxusíbúð sem kostaði um 400 milljónir íslenskra króna svo forstjóri Nordea, Christian Clausen, gæti búið með sæmilegum hætti í einu af bestu hverfum Stokkhólms. Í sænskum fjölmiðlum kemur fram að íbúðin sé 256 fermetrar og að nágrannar Clausens séu hreint ekki af verri endanum því í byggingunni er fjöldi sendiráða til húsa.

Sænska ríkið á 13% í Noreda og fjármálaráðherra Svíþjóðar segist ekki hissa á því að fólk sé hneykslað en tekur fram að sænska ríkið hafi með engum hætti komið að ákvörðuninnni.