Nordea, stærsti banki Svíþjóðar, hefur selt frá sér lánasafn sitt til finnskra sveitarfélaga.

Er þetta gert til að auka svigrúm til fjármögnunar annarrar starfsemi bankans og til að mæta hækkandi fjármagnskostnaði.

Salan hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu þessa fjórðungs en það losar um fé á tímum þegar millibankamarkaðir eru frosnir.

Andvirði lánasafnsins sem selt var er 600 milljónir evra.