Norræni bankinn Nordea skilaði 847 milljón evra hagnaði á fjórða ársfjórðungi, en sú afkoma svarar til 2,9% lækkunar milli ára. Þó var uppgjör bankans yfir væntingum greiningaraðila og flestir tekjuliðir voru stærri en búist var við. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og óreglulega liði reyndist 6% hærri en meðalspá greinenda gerði ráð fyrir, af því er kemur fram í Hálf fimm-fréttum Kaupþings.

Hreinar rekstrartekjur hækkuðu um 7% og námu alls 2022 milljónum evra, en mikil aukning varð hins vegar á hreinum vaxtatekjum, eða um 14%.

Nordea hefur vaxið hratt samfara hagvexti á því svæði sem bankinn starfar, en bankinn er stærsta fjármálafyrirtækið á Norðurlöndunum.