Vegagerðin bauð út 51 verk á síðasta ári. Listi yfir útboðsverkin er birtur í nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta, tímariti Vegagerðarinnar. Í blaðinu eru verkin öll talin upp ásamt þeim verktökum sem fengu verkin og hver samningsupphæðin var. Fram kemur í upptalningunni að gerð Norðfjarðarganga var dýrasta verkefni Vegagerðarinnar í fyrra en tilboð Suðurverks og Metrostav í verkið hljóðaði upp á tæpa 9,3 milljarða króna. Á eftir fylgdi svo gerð Vaðlaheiðarganga.

Fyrirtækin ÍAV og Marti Contractors fengu verkið sem hljóðaði upp á rúma 8,8 milljarða króna. Ódýrasta útboðsverkið hljóðaði hins vegar upp á rúmar 5,6 milljónir króna. Það var vetrarþjónusta milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs sem SG vélar fengu.